Sunnudagurinn 11. desember

Sauðfé rúið

Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verður rúið sunnudaginn 11.desember og hefst rúningur kl. 13:00. Jón bóndi í Mófellsstaðakoti í Skorradal mun rýja og með í för verður Guðmundur Hallgrímsson sem hefur rúið þó nokkrar skjátur um ævina og hefur frá mörgu að segja. Einnig verður föruneyti frá Ullarselinu á Hvanneyri sem munu spinna ullina jafnóðum.

Jólakötturinn í FHG

Jólakötturinn hefur boðað komu sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á aðventunni og er væntanlegur þann 21.nóvember og dvelst þar fram að jólum.  Hann verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem honum verður komið fyrir á þann hátt að gestum okkar standi ekki ógn af honum.  Einhver læti fylgja þó óargadýrinu og gott getur verið að undirbúa unga gesti fyrir komuna með sögum af kisa. Kennurum og forráðamönnum er vinsamlega bent á að "kötturinn" höfðar best til krakka á leikskólaaldri og allra yngstu nemenda í grunnskólum.  Starfsfólk FHG biður eldri krakka að sýna þeim yngri tillitssemi.  

Garðurinn er opinn frá kl. 10 til 17 og líkt og aðra daga er ókeypis inn fyrir leikskóla- og grunnskólanemendur í Reykjavík ásamt kennurum sínum.  Ekki þarf að panta sérstaklega í heimsókn til Jólakattarins en á síðasta ári tók hann á móti ríflega 2000 nemendum á aðventunni.  Önnur dýr verða í jólaskapi og hreindýr fá jólamosann sinn daglega kl. 10:30, selirnir fá að éta kl. 11:00 og refir kl. 11:30. 

Hægt er að panta hressingu hjá Gumma í Kaffihúsinu sem er í óðaönn að baka uppáhaldssmákökur Stúfs sem í boði verður að skola niður með heitu kakói.  Gummi tekur á móti pöntunum fyrir hópa í síma 411-5900 eftir kl. 10 virka daga.  Kostnaður er 400 krónur á mann.  Nauðsynlegt er að panta fyrirfram.  

Vinamorgnar fyrir árskortshafa.

Kæru árskortshafar .

Við bjóðum árskortshöfum að aðstoða við morgungjafir um helgar út október.  Hafist er handa við að gefa hreindýrunum kl. 10:30, selunum kl. 11:00 og að endingu refum og minkum kl. 11:30.  Ekki þarf að panta fyrirfram, aðeins að bjóða fram kraftana við komu í garðinn og finna í kjölfarið dýrahirði á vakt sem tekur þennan rúnt ásamt aðstoðardýrahirðum alla morgna um helgar.

Að þessu tilefni verður tilboð í Kaffihúsinu til árskortshafa.  Kakó með rjóma og vaffla eða pönnukaka með rjóma og sultu á 600 krónur. 

Með góðum kveðjum,

Starfsfólk FHG 

Uppskeruhátíð býbænda, síðasta opnunarhelgi leiktækja og fleira um helgina.

Uppskeruhátíð býbænda verður haldin í móttökuhúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins sunnudaginn 4. september milli kl 14.00 og 16.00. Ókeypis aðgangur verður að garðinum og tilboð verður á dagpössum sunnudaginn 4. september, 1.000 krónur stykkið í stað 2.150 króna.

Býflugnaræktendafélag Íslands; Býbændur sýna sig og sjá aðra, gefa gestum kost á að fræðast um býrækt ásamt því að bragða og kaupa íslenskt hunang. Þá verður ýmis búnaður tengdur býflugnarækt sýndur og lifandi býflugur til sýnis.

Kvenfélagasamband Íslands verður með sultukynningu á sama tíma. Berjaspretta hefur verið góð þetta árið og vonandi að allir hafi fengið sitt. Húsmæður og –feður geta leitað upplýsinga í raðir félaga í Kvenfélagasambandinu til að nýta berin. Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagasambands Íslands mun liggja frammi.
Grasagarður Reykjavíkur verður með matjurtakynningu á sama tíma. Starfsmenn Grasagarðs Reykjavíkur fræða gesti um matjurtir og gefa þeima að smakka. Jafnframt gefst gestum kostur á að skoða matjurtargarðinn.
Leiktækin í fjölskyldugarðinum; Tilboð verður á dagpössum sunnudaginn 4. september, 1.000 krónur stykkið í stað 2.150 króna. Þetta verður síðasta helgin sem leiktækin eru opin í ár, utan hringekju og lestar sem verða opin um helgar í vetur, þegar veður leyfir. Vetraropnun hefur tekið gildi og verður opið alla daga kl: 10 -17 í allan vetur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Hálandaleikar 2016

Hálandaleikarnir eru Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2016 í aflraunum. Þeir verða haldnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 20.ágúst.  

Keppt verður í Sleggjukasti, steinkasti, lóðkasti á vegalengd, staurakasti og 25 kg lóðkasti yfir rá.

Farið verður í reipitog við börn sem eru á svæðinu í hléi og fá þau Freyju staura í verðlaun fyrir þátttöku í reipitoginu.

Leikunum lýkur um kl. 15:30 og þá verður Íslandsmeistari krýndur.

Núverandi Íslandsmeistarar eru Heiðar (Heisi) Geirmundsson og Þóra Þorsteinsdóttir og munu þau bæði mæta til að verja titla sína.

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 310 kr
10 miðar 2.500 kr
20 miðar 4.650 kr
Dagpassi 2.150 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 620 kr
13 ára og eldri - 840 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.600 kr
Fjölskylduárskort - 18.800 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.600 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30